Erlent

20 létust í árásum á knattspyrnuvelli

Tuttugu manns létust og að minnsta kosti 14 særðust í tveimur sprengingum á sitt hvorum knattspyrnuvellinum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Flestir hinna látnu voru börn sem voru að leik í einu af fátækrarhverfum borgarinnar. Íbúar hverfisins eru flestir sjítar.

Daglega látast tugir manna í átökunum í Írak. Hundrað fjölmiðlamenn hafa meðal annars fallið í valinn á síðastliðnum þremur árum en lík hundraðasta fréttamannsins, sem var íranskur, fannst í gær. Tveggja er saknað og vitað er að þrír eru í haldi mannræningja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×