Innlent

Forsetinn tekur á móti breskum skútukörlum

Í dag klukkan þrjú mun Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson taka á móti hópi breskra skútukarla sem siglt hafa hingað til lands á tíu skútum í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá siglingu Dufferins láverðar til Íslands. Við þetta tækifæri mun Lafði Dufferin, síðasti afkomandi lávarðarins afhenda forseta Íslands og íslensku þjóðinni sérstaka gjöf. Einnig munu félagar í Siglingsambandi Íslands vera viðstaddir athöfnina. Sigling Dufferins ásamt bréfi hans eru einstæð heimild um íslenskt þjóðlíf um miðbik nítjándu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×