Innlent

Guðni Ágústsson sækist eftir æðstu embættum Framóknarflokksins

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að sækjast eftir einu af þremur æðstu embættum Framsóknarflokksins á flokksþinginu í ágúst. Það er því ljóst að til kosninga dregur á flokksþinginu.



Guðni sagði í viðtali við NFS nú fyrir hádegi að með hliðsjón af viðbrögðum og stuðningsyfirlýsignum sé einsýnt að hann muni sækjast eftir því að vera í forystusveit Framsóknarflokksins, en áður hafði hann sagt að hann ætti þrjá kosti í stöðunni; sækjast eftir formennsku, varaformennsku, eða eða stíga af forystuvagninum. Nú hefur hann útilokað það síðastnefnda og stefnir í kosningabaráttu um formanns- varaformanns- eða ritarasætið. Hann segist munu gera nánari grein fyrir því fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×