Innlent

Samkeppni um merki fyrir eyfirsk matvæli

Hrísey í Eyjafirðinum
Hrísey í Eyjafirðinum MYND/Anna Tryggvadóttir

Félag um verkefni til að auka hróður eyfirsks matvælaiðnaðar hefur efnt til samkeppni um merki fyrir verkefnið. Merkið mun auðkenna eyfirskan matvælaiðnað og veitingahús og vera gæðastimpill á vöru og þjónustu.

Verkefnið kallast „Matur úr héraði - Local Food" og er markmið þess að styrkja eyfirskan matvælaiðnað og eldhús í innlendri og alþjóðlegri samkeppni. Verkefnið er styrkt af Vaxtarsamningi Eyjafjarðar.

Í dómnefnd samkeppninnar sitja myndlistamenn, hönnuðir og fulltrúar fyrirtækja og stofnana sem koma að verkefninu. Skilafrestur tillagna er 14. ágúst næstkomandi. Merkin skal senda til Vaxtarsamnings Eyjafjarðar undir dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer fylgja í lokuðu umslagi, auðkenndu dulnefninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×