Innlent

Fjölgun ferðamanna mikil

Fram kemur í nýlegri skýrslu um erlenda ferðamenn á Íslandi að fjölgun erlendra ferðamanna hefur verið mun hraðari en til dæmis fjölgun landsmanna og vöxtur bílaumferðar síðasta áratuginn. Ferðamönnum sem koma hingað með skemmtiferðaskipum hefur fjölgað mest og ferðast þeir einkum um suðvesturhluta landsins nema þeir sem koma með skipum til Akureyrar en þeir ferðast aðalega um Mývatnssveit.

Eins kemur fram í skýrslunni að mikilvægustu atriðin í samgöngum séu umbætur á vegakerfi landsins, bæði á og umhverfis hálendið sem og umhverfis höfuðborgarsvæðið. Vöntun virðist á betra aðgengi merkinga og upplýsinga á ensku og þá sérstaklega um færð að vetrarlagi og ástand vega.

Skýrslan sem ber nafnið Erlendir ferðamenn á Íslandi - þróun á ferða venjum og áhrif á samgöngukerfið, og er unnin af Bjarna Reynarssyni, landfræðingi og leiðsögumann, fyrir Samgönguráð. Skýrslan er hluti af stærra verkefni og eru tvær kannanir til væntanlegar í haust. Önnur þeirra er um innanlandsflug og í hinni verða birtar niðurstöður úr könnun á ferðavenjum frá 16 landsvæðum til höfuðborgarsvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×