Innlent

Halldór ekki á leið í Seðlabankann

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra segist ekki á leið í Seðlabankann nú þegar hann segir skilið við stjórnmálin. Halldór lét af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og hyggst segja af sér þingmennsku að loknu flokksþingi Framsóknarflokksins í ágúst. Halldór segir óráðið hvað taki við eftir það.

Á fundi með blaðamönnum á Bessastöðum fyrir stundu sagðist Halldór ætla að ferðast um landið í lok júlí og kveðja sína samflokksmenn. Þá sagði Halldór að óskynsamlegt væri að verða við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að taka upp nýtt skattþrep. Frekar ætti að horfa til skattleysismarka sem kæmi þeim lægst launuðu helst til góða. Halldór sagði einnig að rangar upplýsingar hefðu legið til grundvallar innrásarinnar í Írak og vel gæti verið að önnur ákvörðun hefði verið tekin ef menn hefðu haft réttar upplýsingar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×