Innlent

Ný ríkisstjórn kynnt eftir klukkustund

Halldór Ásgrímsson tilkynnir brotthvarf sitt úr stjórnmálum á Þingvöllum fyrr í vikunni.
Halldór Ásgrímsson tilkynnir brotthvarf sitt úr stjórnmálum á Þingvöllum fyrr í vikunni. MYND/Hörður Sveinsson

Ný ríkisstjórn undir forystu Geirs H. Haarde verður að líkindum kynnt á blaðamannafundi sem hefst á eftir klukkan hálf þrjú. Það er Halldór Ásgrímsson sem boðar til fundarins sem verður í Alþingishúsinu.

Eftir því sem næst verður komist munu þingflokkar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hittast í þinghúsinu klukkan tvö.

NFS sendir beint út frá fundinum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×