Erlent

Tafir á Kastrup-flugvelli vegna fagfundar

Nokkrar tafir urðu á flugi frá Kastrup-flugvelli í morgun vegna fagfundar starfsfólks í öryggisgæslu á vellinum. Á meðan á fundinum stóð voru mun færri við vopnaleit á flugvellinum og því mynduðust langar raðir við vopnaeftirlitið. Fundinum lauk klukkan tíu að dönskum tíma og þá sneri fólkið aftur til starfa. Einhverjir farþegar munu hafa misst af flugi vegna tafanna en ekki er ljóst hvers vegna fagfundurinn var haldinn á þessum tíma.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×