Erlent

Tugi hafa látist vegna flóða í Kína

Fujian-kantóna í Kína hefur orðið verst úti í flóðunum.
Fujian-kantóna í Kína hefur orðið verst úti í flóðunum. MYND/AP

Tugir manna hafa farist og hundruð þúsunda hafa misst heimili sín í flóðum í Kína undanfarna daga. Stormar hafa gengið yfir suðurhluta landsins síðastliðna viku með tilheyrandi flóðum og aurskriðum.

Fujian-hérað, eða kantóna eins og héruð eru kölluð í Kína, hefur orðið verst úti. Þar hafa tuttugu og níu látist af völdum hamfaranna, en allt í allt hafa tæplega fimmtíu beðið bana.

Hundruð þúsunda íbúa á svæðinu hafa misst heimili sín og í dag greindu kínverskir fjölmiðlar frá því að rúmlega tvö hundruð þúsund manns hafi verið skipað að yfirgefa húsakynni sín vegna aðsteðjandi hættu. Aðeins eru rúmlega tvær vikur síðan tugir létust þegar fellibylurinn Chanchun gekk yfir Suður-Kína.

Hundruð manna látast á hverju ári í Kína af völdum flóða og aurskriða, og þá aðallega á regntímabilinu sem nær frá júní til ágúst.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×