Innlent

Framsókn í Reykjavík klofin

Framsóknarfélög í norðurkjördæmi Reykjavíkur þakka Halldóri Ásgrímssyni fyrir að víkja til að efla frið innan flokksins og hvetja um leið Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til að axla ábyrgð með sama hætti og víkja. Framsóknarmenn í borginni eru klofnir í afstöðu sinni: Framsóknarfélögin í Reykjavík suður taka ekki undir þessa kröfu.

Félög framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur Norður og Suður dansa engan vegin eftir sama lagi.  Í norðurkjördæminu - kjördæmi Halldórs Ásgrímssonar - hafa þrjú félög sent frá sér yfirlýsingu þar sem lesa má að það séu fráleitt persónulegar ástæður sem liggi til grundvallar því að Halldór fari úr formannsstóli. Þar má lesa að ófriður innan flokksins sé ástæðan. Félögin hvetja þannig Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til þess að axla ábyrgð með sama hætti. Það verði að velja nýja forystusveit sem ekki sé ....bundin í klafa áralangrar togstreitu,..eins og segir í yfirlýsingunni. Hún er frá stjórn kjördæmissambandsins, stórn framsóknarmanna  og stjórn ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi Norður.



Þegar farið er yfir landamærin í raðir framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður - kjördæmi Jónínu Bjartmars -  er komið annað hljóð í strokkinn. Þar hafa ungir framsóknarmenn hvatt forystuna til að sitja til hausts. "Við sjáum enga ástæðu til að hvetja aðra til að hætta", segir Matthías Imsland formaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík Suður. Sævar Sigurgeirsson, formaður Stjórnar Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður segist aðspurður ekki taka undir kröfu systurfélgasins fyrir norðan Miklubrautina um að Guðni og Siv hætti líka. Það gerir heldur ekki Ingólfur Sveinsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður. Ingólfur segir ályktun norðurmanna beri keim af því að kosningabarátta sé framundan til forystusveitarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×