Erlent

Rusl eykst um 78 kíló á ári með tilkomu fríblaða

MYND/Pjetur

Rusl á dönskum heimilum mun aukast um 78 kíló á ári með tilkomu tveggja fríblaða í landinu. Þetta kemur fram í Jótlandspóstinum. Þar er fjallað um boðaða útgáfu 365 Medier á fríblaði og sams konar blað í útgáfu JP og Politiken.

Áætlað er að fríblöðin tvö verði prentuð í að minnsta kosti milljón eintökum samtals á dag. Það útheimti 40 þúsund tonn af pappír á ári en til þess að útvega hann þarf um um tvo ferkílómetra af skógi ár hvert. Reiknað er með að stærstur hluti pappírsins komi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×