Erlent

Nýjar fjöldagrafir fundnar í Írak

Átján nýjar fjöldagrafir, frá stjórnartíð Saddams Hussein, hafa fundist í Írak.

Líklegt er talið að í þeim séu fórnarlömb sjíta-múslima sem Saddam lét myrða.

Grafirnar fundust í eyðimörkinni í suðvesturhluta landsins. Talið er að þær séu frá því sjíamúslimar gerðu uppreisn gegn Saddam árið 1991. Í annarri gröfinni hafa fundist líkamsleifar tuttugu og átta karlmanna á aldrinum 20 til 35 ára. Hendur þeirra hafa verið bundnar fyrir aftan bak, og það hefur verið bundið fyrir augu þeirra, áður en þeir voru skotnir. Réttarlæknar sem eru að grafa upp beinagrindurnar hafa einnig fundið mikið magn af skothyklkjum og byssukúlum.

Aðeins er búið að grafa upp eina af fjöldagröfunum átján, enn sem komið er. Hinar verða opnaðar ein af annarri, á næstu misserum.

Talið er að yfir eitthundrað og áttatíu þúsund shía múslimar hafi verið myrtir árið 1991, þegar þeir gerðu uppreisn gegn forsetanum, í kjölfar fyrra persaflóastríðsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×