Innlent

Vilhjálmur slítur meirihlutaviðræðum við Frjálslynda

MYND/Vísir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sleit í dag viðræðum við Ólaf F. Magnússon fulltrúa Frjálslynda flokksins. Hann tilkynnti Ólafi síðdegis að afstaða Frjálslyndra í flugvallarmálinu væri of stíf til að viðræður gætu borið árangur. Kristinn Hrafnsson fréttamaður NFS segir að þungt hljóð hafi verið í Ólafi. Talið er að meirihlutaviðræður Vilhjálms við einhvern af hinum flokkunum séu hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×