Innlent

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn áfram í meirihluta í Kópavogi

Mynd/Vilhelm

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Kópavogi náðu undir miðnætti samkomulegi um að halda meirihluta samstarfi sínu áfram í bæjarstjórn. Málefnasamningur verður lagður fyrir fulltrúaráð flokkanna á miðvikudag. Búist er við að það skýrist í dag hvort Sjálfsæðisflokkurinn og Frjálslyndir myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Ef ekki verður af því reikna kunnugir með þvi að Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarmenn muni ræða við Frjálslynda um meirihlutamyndun, en ekki er loku fyrir það skotið að fulltrúi Framsókanrflokks gangi til liðs við Sjálfstæðismenn, ef þeir ná ekki samkomulagi við Frjálslynda.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×