Innlent

Segir slit R-listans hafa verið mistök

Mynd/Stefán

Vel kemur til greina að endurvekja Reykjavíkurlistann fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010, að mati Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Þetta kom fram í umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna á NFS og Stöð 2 í gærkvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og ítrekaði þá skoðun sína að slit Reykjavíkurlistasamstarfsins hefðu verið mistök. Það hefði verið aumingjaskapur að hálfu R-listaflokkanna að láta ekki á það reyna í nýliðnum kosningum hvort kjósendur höfnuðu frekari samstarfi flokkanna eða ekki.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×