Innlent

Fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar snuprar Björn Inga

Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, snuprar Björn Inga Hrafnsson, oddvita flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar um næstu helgi, í pistli á heimasíðu sinni. Anna segir að yfirlýsing Björns Inga um að Framsóknarflokkurinn sitji ekki undir því þegjandi og hljóðalaust ef hann geldur afhroð í kosningunum, og honum þannig einum flokka hegnt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið. Að sögn Önnu eru það helst kjörnir fulltrúar á Alþingi sem geti staðið við slíkar yfirlýsingar, þar eð þeir séu réttkjörnir til þess. Anna segist því kalla eftir því að formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, skýri út fyrir flokksmönnum sínum hver það sé sem taki ákvarðanir um slíkar yfirlýsingar, hann eða Björn Ingi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×