Erlent

Níu fórust við dómshús

Í það minnsta níu manns létu lífið þegar bílsprengja sprakk við dómshús í Bagdad í morgun. Að sögn lögreglu særðust í það minnsta 46 manns í árásinni. Þá fundust í morgun lík tuttugu manna nærri Tikrit. Þeir höfðu verið ráðnir af dögum.

Í það minnsta þrjátíu manns hafa farist í árásum síðustu tvo daga og í gær fann lögregla líkamsleifar fjórtán manna sem höfðu verið myrtir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×