Innlent

1,5 milljarða tap hjá DeCode

MYND/Vísir

DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði andvirði rúmra 1.500 milljóna króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í þriggja mánaða uppgjöri fyrirtækisins til Nasdaq-markaðarins í New York. Tapið er öllu meira en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs, þá nam tapið 1.260 milljónum króna. Tekjur fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi aukast þó lítillega milli ára. Þær voru rúmar 700 milljónir króna í fyrra en 750 milljónir króna í ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×