Innlent

Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun

MYND/Hari

Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun á lánum sem hann tók í tilboðum í gær. Lánin voru upp á einn og hálfan milljarð.

Ríkið tekur lán með því að gefa út ríkisverðbréf sem boðið er í. Getur ríkið tekið tilboðum eða hafnað ef verðið á peningunum - vextirnir - er of hátt. Og í gær kom fram að lánveitendur voru tilbúnir til að lána ríkinu - en vildu fá býsna hátt verð fyrir sína peninga.

Ríkið tók að láni einn og hálfan milljarð króna til fjögurra ára en verður að greiða fyrir þau lán, vexti upp á 9,8%. Til samanburðar við þessa háu vexti - upp á tæplega 10 prósent - gat ríkissjóður tekið lán um miðjan janúar á rúmlega átta prósenta vöxtum. Greint er frá því því á vefsíðu Financial Times í gærkvöld að ríkið sé þarna að súpa seiðið af áhyggjum af hollustu í íslensku efnahagslífi sem ýtt hefur upp kostnaði við lántökur.

Gengi krónunnar hélt áfram að lækka í gær og hefur lækkað um fimm prósent frá mánudegi. Evran fór í tæpar 97 krónur, dollarinn í tæplega 79 krónur og pundið í 140. Gengislækkun krónunnar það sem af er vikunni er upp á fimm prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×