Innlent

Gísli verður bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokks

MYND/Vísir

Gísli S. Einarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, verður bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, í bæjarstjórnarkosningum á Akranesi í vor.

Gísli sagði í viðtali við NFS í morgun að Sjálfstæðismenn hefðu leitað til hans fyrir þremur dögum og hann svarað þeim játandi eftir nokkra umhugsun. Hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni og verður óflokksbundinn. Hann segist nú hella sér í baráttuna og kveður ekki útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn nái hreinum meirihluta í fyrsta sinn á Akranesi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×