Innlent

Vilja sleppa skatti af sjúkrastyrkjum

Fjórir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram lagafrumvarp um að styrkir úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga verði ekki lengur skattskyldir. Fram hefur komið að nær ellefu þúsund einstaklingar greiddu rúmar 260 milljónir króna í skatta af sjúkrastyrkjum árið 2004.

Flutningsmennirnir eru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingunni, Ögmundur Jónasson Vinstri-grænum og Guðjón A. Kristjánsson Frjálslynda flokknum. Þau segja skattlagningu sjúkrastyrkja ósanngjarna og vilja því fella hana niður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×