Sport

Kveðjuleikur Önnu Maríu í kvöld

Anna María Sveinsdóttir spilar sinn síðasta leik á 23 ára ferli í kvöld
Anna María Sveinsdóttir spilar sinn síðasta leik á 23 ára ferli í kvöld Mynd/Víkurfréttir

Í kvöld er einn leikur á dagská í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar Keflvíkingar taka á móti Breiðablik á heimavelli sínum. Leikurinn verður kveðjuleikur sigursælustu körfuboltakonu landsins, Önnu Maríu Sveinsdóttur.

Anna María ákvað fyrir nokkru að leggja skóna á hilluna eftir að hafa barist við þrálát meiðsli, en hún ætlar að kveðja með viðeigandi hætti með því að spila nokkrar mínútur gegn Blikum í kvöld. En verður ekki skrítn tilfinning fyrir Önnu Maríu að ganga inn á völlinn í síðasta skipti?

"Ég verð nú að segja viðurkenna það að ég er rosalega stressuð fyrir þennan leik. Ég er til dæmis ekki vön því að koma inná af varamannabekknum og er í frekar lélegu formi, enda ekki búin að spila síðan í endaðan nóvember," sagði Anna María.

Búist er við að fjöldi fólks mæti á leikinn í kvöld og hylli Önnu Maríu sem er einhver sigursælasti leikmaður í íslenskum hópíþróttum. Þá verður athyglisvert að sjá hvort hún nær að komast á blað í stigaskorun í kvöld, því hana vantar aðeins 4 stig uppá að verða fyrsta konan til að skora 5000 stig á ferlinum. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×