Innlent

Sóðaleg viðskipti

Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt í viðskiptafræði segir að S-hópurinn hafi beitt blekkingum þegar hann keypti Búnaðarbankann. Hann segir að viðskiptin hafi verið sóðaleg og rannsókn á þeim eigi að fara fram.

Vilhjálmur lýsti þessu yfir í þættinum Silfur Egils í dag. Hann segist búinn að fara ofan í saumana á því hvernig sala Búnaðarbankans gekk fyrir sig. Sem dæmi hafi Kaldbakshópnum verið hafnað þegar hann bauð í bankann, þar sem annar bjóðandi, S-hópurinn, hafi haft virt erlent fjármálafyrirtæki með sér. Það fyrirtæki hafi verið þýski bankinn Hauck und Aufhäuser, sem sé hluthafi í Eglu. Vilhjálmur dregur þetta í efa og miðað við það hann hafi séð við nána skoðun, sé að S-hópurinn hafi blekkt einkavæðinganefnd, Fjármálaeftirlitið og Kauphöllina þegar þessi viðskipti áttu sér stað og þannig komist yfir bankann með blekkingum. Hann telur að seljandinn, íslenska ríkið, eigi að láta rannsaka þessi viðskipti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×