Innlent

Á áttunda hundrað hafa kosið

Frá kappræðum þeirra þriggja sem stefna á að leiða listann.
Frá kappræðum þeirra þriggja sem stefna á að leiða listann. MYND/Vilhelm

Um 740 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar lauk klukkan átta. Þar af hafði um helmingur greitt atkvæði í dag.

Kjörfundur hefst klukkan tíu á morgun og stendur til klukkan sex. Kosið verður á fimm stöðum í borginni og verður prófkjörinu framhaldið á sunnudag.

Sextán eru í framboði og stefna þrír á að leiða listann, þau Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Stefán Jón Hafstein.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×