Innlent

Marklaus þriggja ára áætlun

Frá fundi í borgarstjórn.
Frá fundi í borgarstjórn. MYND/Hari

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja þriggja ára áætlun meirihlutans í borgarstjórn fyrir árin 2007 til 2009 marklausa og hvetja til þess að hún sé dregin til baka. Fyrri umræða um áætlunina hófst á borgarstjórnarfundi klukkan tvö og hafa Sjálfstæðismenn bókað að hún sýni meiri óskhyggju en raunhæfar áætlanir.

Í bókun Sjálfstæðismanna segir meðal annars: "Frumvarpið er greinilega því marki brennt að fráfarandi meirihluti virðsti svo sundurleitur og máttlaus eða upptekinn við innanflokksátök og prófkjörsbaráttu að það er nær því að vera ótækt til afgreiðslu. Réttast væri að draga frumvarpið til baka og leggja það fram að nýju leiðrétt að lokinni endurskoðun á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir yfirstandandi ár."

Sjálfstæðismenn segja borgarstjórnarmeirihlutanna ætla að halda áfram lóðabraski á kostnað íbúanna og gefa fölsk loforð um lækkun skulda og batnandi afkomu sem ekki verði staðið við. "Engin grein er gerð fyrir kostnaðarauka á árinu 2006 vegna nýgerðra kjarasamninga en á hinn bóginn kynntar háar slumptölur vegna áranna 2007-2009. Ekki er um neinar skiptingar að ræða milli einstakra sviða og rekstrareininga borgarinnar. Ekki eru kynntar sundurliðaðar tölur til framkvæmda í yfirstandandi fjárhagsáætlun þar sem fram kemur hvert áætlað sé að verði framlag til hvers einstaks verkefnis á hverju ári fyrir sig."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×