Innlent

Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa

Frá fundi borgarstjórnar í síðustu viku.
Frá fundi borgarstjórnar í síðustu viku. MYND/Hari

Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa af fimmtán í Reykjavík ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn næði inn borgarfulltrúa.

Nú þegar tæpir fjórir mánuðir eru til borgarstjórnarkosninga í vor virðist flest benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti meirihluta í Reykjavík í fyrsta skipti síðan hann tapaðist í kosningunum 1994. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins fengi Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta ef kosið yrði nú.

Framsóknarflokkurinn fengi um fimm og hálft prósent, Sjálfstæðisflokkurinn tæp fimmtíu og þrjú prósent, Frjálslyndi flokkurinn þrjú prósent, Samfylkingin þrjátíu og eitt prósent og Vinstri-grænir rúm átta prósent. Þetta þýddi að Sjálfstæðisflokkurinn fengi níu borgarfulltrúa, Samfylkingin fimm og Vinstri-grænir einn. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn næði inn manni.

Skoðanakönnunin var gerð í gær þegar fyrir lá hverjir myndu skipa efstu sætin á listum Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Frjálslyndra. Í gær rann svo út framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og óháðra. Sautján gefa kost á sér, tíu karlar og sjö konur. Þrjú sækjast eftir að leiða listann, þau Dagur B. Eggertsson, Stefán Jón Hafstein.

Frambjóðendur í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingar

Dagur B. Eggertsson

Stefán Jón Hafstein

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Aðrir frambjóðendur

Andrés Jónsson 4. sæti.

Björk Vilhelmsdóttir 3.-4. sæti.

Dofri Hermannsson 4.-6. sæti.

Guðrún Erla Geirsdóttir 4.-6. sæti.

Gunnar Hjörtur Gunnarsson 4.-5. sæti.

Helga Rakel Guðrúnardóttir 5.-6. sæti.

Ingimundur Sveinn Péturssson 5. sæti.

Kjartan Valgarðsson 3. sæti.

Oddný Sturludóttir 4. sæti.

Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir 4.-6. sæti.

Sigrún Elsa Smáradóttir 2.-4. sæti.

Stefán Benediktsson 2.-3. sæti.

Stefán Jóhann Stefánsson 3. sæti.

Þórir Karl Jónasson 2.-3. sæti



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×