Innlent

Vill veiðibann á loðnuna

Varaformaður Frjálslynda flokksins vill veiðibann á loðnuna.
Varaformaður Frjálslynda flokksins vill veiðibann á loðnuna. MYND/Vilhelm

Loðnuveiðar á að stöðva og setja á veiðibann strax, sagði Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, við upphaf þingfundar. Hann sagði ástand loðnustofnsins grafalvarlegt og vildi að hætt yrði að veiða það litla sem finndist við loðnuleit.

Magnús Þór sagði að leita mætti að loðnu án þess að veiða hana eins og nú væri gert. Hann sagði fulla ástæðu til að breyta aðferðum við leitina.

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði ekki ástæðu til að breyta þeim aðferðum sem notaðar eru við loðnuleit og sagði fulla ástæðu til að herða leitina að loðnunni. Hann sagði þó ekki ástæðu til að örvænta og vísaði í þeim efnum til samtala sinna við skipstjóra sem taka þátt í loðnuleitinni.

"Við verðum að herða okkur við leitina, við verðum að aflétta þessu óvissuástandi. Það er það sem menn hafa verið að gera," sagði sjávarútvegsráðherra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×