Viðskipti innlent

Pálmi eykur hlut sinn í Ticket

Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Fons, heldur áfram að kaupa í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket en samkvæmt sænska viðskiptablaðinu Näringsliv 24 á hann nú yfir fimmtungshlut í fyrirtækinu. Pálmi keypti fyrr í mánuðinum tólf prósenta hlut í Ticket en hefur samkvæmt Näringsliv ryksugað öll hlutabréf sem voru á markaði og greitt fyrir þau um 700 milljónir króna. Hann er stærsti einstaki hluthafinn í Ticket eins og í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe í Gautaborg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×