Innlent

Stefán Jón og Dagur vinsælastir

Dagur B. Eggertsson nýtur mest fylgis meðal Samfylkingarfólks, en forskot hans á Stefán Jón er innan skekkjumarka.
Dagur B. Eggertsson nýtur mest fylgis meðal Samfylkingarfólks, en forskot hans á Stefán Jón er innan skekkjumarka.

Stefán Jón Hafstein og Dagur B. Eggertsson njóta mest trausts þeirra sem hafa gefið kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar samkvæmt nýrri könnun fyrir Frjálsrar verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri nýtur talsvert minna trausts en þeir tveir.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta atkvæða í borginni en hvorki Framsóknarflokkur né Frjálslyndi flokkurinn kæmi manni að.

Alls var 661 borgarbúi spurður út í afstöðu sína. 40 prósent sögðust treysta Stefáni Jóni best allra til að leiða lista Samfylkingar en 36 prósent sögðust treysta Degi best. 24 prósent lýstu mestu trausti á Steinunni Valdísi. Af stuðningsmönnum Samfylkingar kváðust 40 prósent treysta Degi best en Stefán Jón kom næstur með 35 prósent og Steinunn Valdís rak lestina með mest traust fjórðungs Samfylkingarfólks. Í báðum tilfellum er munurinn á Degi og Stefáni Jóni innan skekkjumarka.

Einnig var spurt út í hvaða flokk fólk myndi kjósa. Sjálfstæðismenn fengju samkvæmt því helming atkvæða og meirihluta í borgarstjórn. Samfylkingin fengi 37 prósent og Vinstri-grænir tíu prósent en fylgi Framsóknar og Frjálslynda flokksins mældist innan við tvö prósent. Samkvæmt þessu fengi Sjálfstæðisflokkur átta borgarfulltrúa, Samfylkingin sex og Vinstri-grænir einn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×