Innlent

Of lágt boðið í hlut borgarinnar.

Úr stjórnstöð Landsvirkjunar.
Úr stjórnstöð Landsvirkjunar. MYND/Pjetur

Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem kemur fram að þeim finnst eðlilegast að slíta viðræðum fyrst stjórnvöld eru ekki reiðubúin að greiða hærra verð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×