Innlent

Vilja leggja Kjaradóm niður

Ungir jafnaðarmenn vilja að Kjaradómur verði lagður niður og að laun stjórnmálamanna og annarra þeirra sem Kjaradómur hefur ákveðið breytist hér eftir í takt við almenna launavísitölu.

Í bréfi frá Ungum jafnaðarmönnum, ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar, til Jóns Sigurðssonar, formanns nefndar um endurskoðun launakjara embættismanna, segir að þetta sé eðlileg ráðstöfun í ljósi þess að laun æðstu ráðamanna á Íslandi séu nú orðin álíka há eða hærri en laun starfssystkina þeirra á hinum Norðurlöndunum. "Við teljum að fyrir litla þjóð eins og okkur þá hljóti það að vera ágætlega í lagt að borga okkar ráðamönnum meira en gengur og gerist hjá milljónaþjóðum í Norður-Evrópu. Það sé því ágætt tilefni til að láta staðar numið nú og láta launin framvegis hækka í samræmi við laun almennings almennt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×