Bíó og sjónvarp

Ræna Donald Trump

Rænir Donald Trump í væntanlegri kvikmynd.
Rænir Donald Trump í væntanlegri kvikmynd.

Á næsta ári verður tekin upp ný kvikmynd sem skartar engum öðrum en þeim Eddie Murphy og Chris Rock í aðalhlutverki. Rock og Murphy munu leika húsverði í Trump Tower sem leggja á ráðin um að ræna húsráðandann sjálfan, Donald Trump.

Handritshöfundur myndarinnar er Russell Gewirtz sem skrifaði handritið að Inside Man, en hugmyndin kemur frá Eddie Murphy. Kvikmyndinni verður leikstýrt af Brett Ratner og segir handritshöfundurinn að hún verði léttari en Inside Man en þó jafn slungin.



.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×