Viðskipti innlent

Eru með Corbis á sínum snærum

Umboðsmenn Corbis myndabankans
Umboðsmenn Corbis myndabankans MYND/Icelandic Photo Agency

Íslenska ljósmyndaumboðsstofan IPA (Icelandic photo agency) er orðin umboðsaðili Corbis á Íslandi.

Sigurður Jökull Ólafsson ljósmyndari, sem er í forsvari fyrir IPA, segir umboðið þegar tekið að auka hjá ljósmyndaumboðsstofunni viðskiptin, en áður hafi nokkuð verið um að menn keyptu beint af Corbis í útlöndum. „Þeirra hugsun er að betra sé að vera með umboðsskrifstofu í hverju landi, bæði upp á kynningu og þjónustu við viðskiptavini. En frá því við byrjuðum með þetta í október hefur verið umtalsverð söluaukning í hverjum mánuði.“

Sigurður Jökull segir að ljósmyndabankarnir Getty og Corbis, sem eru með þeim stærstu í heimi, séu sérstök áhugamál eigenda sinna, en að öðrum stendur olíuauðjöfurinn Mark Getty, en að hinum sjálfur Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft. Corbis var stofnað 1989 og segir í tilkynningu að þar á bæ sé áherslan á gæðamyndefni, góða þjónustu og nálægð við viðskiptavini. „Þess vegna eru starfræktar Corbis-skrifstofur í 20 löndum og umboðsskrifstofur í nánast öllum löndum heims. Corbis fer með umboð fyrir heimsþekkt söfn eins og Andy Warhol-safnið, Ansel Adams-safnið, Bettman-safnið og Christies-safnið, ásamt fjölda samtíma ljósmyndasafna eins og Zefa,“ segir í tilkynningu og bent á að fyrir Corbis starfi jafnframt fjöldi heimsþekktra ljósmyndara á borð við Dimitri Daniloff, Gideon Mendel, Martin Schoeller og Patrick Giardino.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×