Bíó og sjónvarp

Gibson bjartsýnn

Hneykslaði marga þegar hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur og úthúðaði gyðingum.
Hneykslaði marga þegar hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur og úthúðaði gyðingum.

Þrátt fyrir að hafa verið mikið í fréttum undanfarið af miður góðum ástæðum er leikstjórinn Mel Gibson bjartsýnn á velgengni nýjustu myndar sinnar, Apocalypto, sem verður frumsýnd innan skamms.

Fjölmiðlar hafa gert mikið úr því þegar Gibson var handtekinn fyrir ölvunarakstur, þar sem hann notaði tækifærið til að úthúða gyðingum.

Kvikmyndaspekingar vestanhafs spá myndinni hins vegar lélegu gengi þar sem bíógestir hafi ekki fyrirgefið Gibson uppátækið. Leikstjórinn hefur beðist afsökunar á athæfi sínu og býst við að margir munu koma og sjá myndina, sem fjallar um síðustu daga Maya-veldisins. „Myndin stendur á eigin forsendum og fólk á eftir að kunna að meta það, hvað sem þessu leiðinlega atviki líður.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×