Viðskipti innlent

Hluturinn í Glitni metinn á tæpa 100 milljarða.

Verðmæti hlutabréfa FL Group í Glitni eru metin á 97 milljarða króna eftir að FL jók hlut sinn í bankanum í vikunni. Nemur eignarhluturinn nú um 29 prósentum en var um tíu prósent í ársbyrjun.

FL Group hefur enn fremur verið duglegt að kaupa bréf í Mosaic Fashions, móðurfélagi tískuverslanakeðja, að undanförnu. Félagið situr nú í fimmta sæti stærstu hluthafa Mosaic með 4,4 prósenta hlut.

Kaupin þurfa ekki að koma á óvart, enda er FL í hópi stærstu fjárfesta á innanlandsmarkaði. Félagið er stærst í Glitni, næst-stærst í Straumi-Burðarási og meðal sex stærstu eigenda í Alfesca, Dagsbrún, Össuri og Mosaic samkvæmt hluthafalista sem birtur er á heimasíðu Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×