Viðskipti innlent

Árdegi og Dagur renna saman

Next í Kringlunni Meðal þeirra fimmtán verslana sem eru í eigu Árdegis.
Next í Kringlunni Meðal þeirra fimmtán verslana sem eru í eigu Árdegis.

Dagur Group og Árdegi hafa sameinast undir merkjum síðarnefnda félagsins.

Heildarvelta verslunarfyrirtækisins, sem rekur fimmtán verslanir á sviði raftækja, tölvuvara og fatnaðar, er áætluð fimm milljarðar króna á þessu ári.

Meðal þekktra verslana má nefna BT, Next og Skífuna. Þá er Árdegi meðal fjárfesta í dönsku raftækjakeðjunni Merlin.

Árdegi er í eigu Sverris Bergs Steinarssonar og Ragnhildar Önnu Jónsdóttur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×