Viðskipti innlent

Eimskip kaupir PTI

Eimskip gekk í gær frá kaupum á bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. sem sérhæft er í flutningum á frosnum fiski frá Alaska. Ársvelta félagsins er um fimm til sex milljónir bandaríkjadala á ári eða um 340 til 408 milljónir íslenskra króna. EBITDA er í kringum 350 til 400 þúsund bandaríkjadala eða 24 til 27 milljónir króna. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé.

Í fréttatilkynningu frá Eimskipi segir að kaupin muni styrkja stöðu félagsins í Alaska verulega, meðal annars með möguleikum á frekari þróun á frystigeymsluþjónustu í Dutch Harbor og þróun á frystiskipaþjónustu til Evrópu og Asíu. Þá opnist möguleikinn á því að tengja Alaska og norðvesturhluta Bandaríkjanna við alþjóðlegt flutnings- og frystigeymslunet Eimskips.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×