Viðskipti innlent

Nýr sjóður nýtir kosti tveggja markaðssvæða

Vefur alliancebernstein Samstarfs­fyrirtæki Landsbankans er með þeim stærstu í heimi á sínu sviði.
Vefur alliancebernstein Samstarfs­fyrirtæki Landsbankans er með þeim stærstu í heimi á sínu sviði.

Landsbanki Íslands hefur í samstarfi við sjóðastýringar­fyrirtæk­ið Alli­anceBern­stein sett á stofn nýjan erlendan skuldabréfasjóð sem kallast Landsbanki Diversi­fied Yield Fund.

Mun þetta vera í fyrsta sinn sem AllianceBernstein fer í samstarf við íslenskt fjármálafyrirtæki með þessum hætti, en fyrirtækið er á meðal stærstu sjóðastýringar­fyrirtækja heims með yfir 600 milljarða dollara í stýringu. Landsbankinn hefur hér haft umboð fyrir AllianceBernstein frá árinu 1994.

Stefán H. Stefánsson framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Landsbankans segist mjög ánægður með samstarfið.

AllianceBernstein hefur verið öflugur samstarfsaðili bankans á sviði erlendra hlutabréfafjárfestinga í gegnum tíðina og við hlökkum mikið til að hefja samstarfið með þeim á sviði erlendra skuldabréfafjárfestinga," segir hann og kveður nýja hlutabréfasjóðinn njóta nokkurrar sérstöðu. „Þetta er í raun íslenskur sjóður sem unninn er í samstarfi við AllianceBernstein. Hann er skráður í íslenskum krónum, en er með erlenda markaðsáhættu. Þannig nýtum við bæði hátt vaxtastigið hér og svo áhættudreifinguna erlendis. Í þessu felst kannski nýjungin og það sem áhugavert er við sjóðinn, krónuávöxtun en erlend undirliggjandi áhætta."

Landsbanki Diversified Yield Fund leggur áherslu á dreift eignasafn og er með það ávöxtunarmarkmið að skila að jafnaði tveimur til þremur prósentum yfir LIBOR-millibankakjörum í gegnum heila hagsveiflu. Mat Landsbankans er að sjóðurinn geti verið að skila ávöxtun í íslenskum krónum upp á 14 til 17 prósent auk þess að bjóða upp á góða áhættudreifingu og lága fylgni við aðra markaði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×