Viðskipti innlent

Straumur styrkir afburðarnemendur

Við Heiðursathöfnina. Sextíu og fimm nemendur Háskólans í Reykjavík, sem fengu viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn, fá skólagjöldin niðurfelld í boði Straums-Burðaráss.
Við Heiðursathöfnina. Sextíu og fimm nemendur Háskólans í Reykjavík, sem fengu viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn, fá skólagjöldin niðurfelld í boði Straums-Burðaráss.

Sextíu og fimm nemendur Háskólans í Reykjavík hlutu viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn og voru þeir heiðraðir við hátíðlega athöfn í skólanum. Þessir nemendur komast þar með á svokallaðan Forsetalista Háskólans í Reykjavík, en því fylgir að fá felld niður skólagjöld við HR á yfirstandandi önn.

Við athöfnina var skrifað undir þriggja ára samstarfssamning á milli Háskólans í Reykjavík og Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. Félagið hefur um langt árabil styrkt nemendur viðskiptadeildar skólans, en nýi samningurinn felur í sér að Straumur-Burðarás greiðir skólagjöld allra bestu nemenda HR á næstu þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×