Fótbolti

Matthías kominn heim

Matthías Guðmundsson
Matthías Guðmundsson
Matthías Guðmundsson kom aftur heim um helgina eftir að hafa dvalist hjá AGF í Danmörku og Álasundi í Noregi. Hann segir að honum hafi gengið mjög vel hjá síðarnefnda liðinu. "Ég kom mjög sáttur heim. Þeir eru þó að hugsa fyrst og fremst um næsta leik og koma sér upp í úrvalsdeildina. Ég fékk svo sem fína dóma hjá þeim en maður veit aldrei við hverju maður má búast," sagði Matthías. Haraldur Freyr Guðmundsson leikur með liðinu sem situr í 2. sæti norsku 1. deildarinnar og á góða möguleika á að endurheimt úrvalsdeildarsæti sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×