Bíó og sjónvarp

Spamalot í London

meðlimir python Þeir Eric Idle, Terry Gilliam, Michael Palin og Terry Jones voru í stuði á frumsýningunni.
meðlimir python Þeir Eric Idle, Terry Gilliam, Michael Palin og Terry Jones voru í stuði á frumsýningunni. MYND/AP

Meðlimir gamanleikhópsins Monty Python voru viðstaddir frumsýningu söngleiksins Spamalot í London. Er hann byggður á kvikmynd Python, Holy Grail, frá árinu 1975.

Söngleikurinn var frumsýndur á Broadway á síðasta ári. Naut hann mikilla vinsælda og vann meðal annars til þrennra Tony-verðlauna. Í kjölfar vinsældanna var ákveðið að flytja söngleikinn til Bretlands.

„Vonandi á þetta eftir að ganga vel," sagði Terry Jones, sem leikstýrði Holy Grail. „Veðlánið á húsinu mínu þarf á því að halda."

Allir meðlimir Python mættu á frumsýninguna fyrir utan John Cleese sem var upptekinn við kvikmyndatökur í Ástralíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×