Viðskipti innlent

Leita svara um íslensku útrásina

Er árangur íslenskra útrásarfyrirtækja einstakur? Þessari spurningu og mörgum öðrum reyni viðskipta- og hagfræðistofnun HÍ að svara með umfangsmiklu rannsóknarverkefni.
Er árangur íslenskra útrásarfyrirtækja einstakur? Þessari spurningu og mörgum öðrum reyni viðskipta- og hagfræðistofnun HÍ að svara með umfangsmiklu rannsóknarverkefni.

Er hægt að staðfesta að árangur íslenskra útrásarfyrirtækja sé einstakur og er hægt að draga lærdóm af íslensku útrásinni sem er gagnlegur fyrir stjórnendur, ráðgjafa, fræðimenn og aðra? Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands hefur hafið umfangsmikið rannsóknarverkefni til þess að leitast við að svara þessum spurningum og öðrum af svipuðum meiði.

Ætlunin er að rannsaka áratug í útrásinni, árin 1998 til 2007. Til skoðunar verða helstu útrásarfyrirtæki landsins, viðskiptabankanarnir þrír, Actavis, Bakkavör, Marel, Össur og Baugur. Verkefnastjóri rannsóknarinnar er Snjólfur Ólafsson prófessor og með honum í verkefnastjórn eru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson lektor, Runólfur Smári Steinþórsson prófessor og Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent. Auður Hermannsdóttir, MS í viðskiptafræði hefur svo verið ráðin til þess að sinna rannsóknarverkefninu.

Auk þeirra munu fjölmargir aðrir koma að rannsókninni. Stefnt er að því að skýr heildarmynd og svör við mörgum spurningum verði komin haustið 2008 þó að rannsóknirnar á viðfangsefninu muni halda áfram lengur en það. Í dag klukkan 12.20 mun Snjólfur Ólafsson kynna rannsóknarverkefnið í stofu 101 í Odda og er málstofan öllum opin.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×