Viðskipti innlent

Keops kynnt

Ole Vagner, forstjóri Keops
Baugur og Keops stóðu fyrir fjárfestakynningu á Hótel Nordica í gær.
Ole Vagner, forstjóri Keops Baugur og Keops stóðu fyrir fjárfestakynningu á Hótel Nordica í gær.

Forstjóri Keops A/S, Ole Vagner, kynnti félagið og fjárfestingastefnu þess í gær, ásamt því að fjalla um strauma og stefnur á fasteignamörkuðum í Skandinavíu, á fjárfestakynningu á Hótel Nordica í gær.

Kom þar meðal annars fram að Keops A/S er eitt stærsta skráða fasteignafélag á Norðurlöndum, með starfsemi í Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Tyrklandi og Kína. Nýverið hafi það lokið stærstu einstöku kaupum á fasteignum á Norðurlöndum þegar félagið keypti eignir í Svíþjóð fyrir um 5,4 milljarða danskra króna.

Árið 1989 Ole Vagner bankastjóri í banka sem nýlega hafði verið yfirtekinn og stóð hann því á tímamótum. Hann afréð að þiggja starfslokasamning og freista gæfunnar á nýjum slóðum. Stofnaði hann lítið fyrirtæki sem sérhæfði sig í fasteignafjárfestingum fyrir auðuga einstaklinga og leið ekki leið á löngu þar til fyrirtækið braust fram á völlinn sem alhliða fasteiganfélag og er nú orðið eitt það stærsta á Norðulöndunum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×