Viðskipti innlent

Næst stærsti tékkinn

Það voru brosandi hluthafar sem réttu upp hægri höndina þegar samþykkt var 20 milljarða arðgreiðsla Kauþings. Exista fékk mest sem stærsti hluthafinn og geymir í sjóðum sínum eigin bréf fyrir nokkra milljarða. Egla á 11 prósenta hlut og fær samkvæmt því um 2,2 milljarða. Reyndar þegar fjármagnstekjuskatturinn verður dreginn frá skýst annar aðili upp fyrir þá. Það er ríkið sem fær tíu prósent af heildargreiðslunni í sinn hlut. Á fundinum var engan fulltrúa næst stærsta tékkans að finna, en skilvís greiðsla upp í lækkun matarverðs ætti að berast frá bankanum á næstu vikum eða mánuðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×