Viðskipti innlent

Vodafone þéttir hjá sér GSM netið

Selfoss Vodafone hefur sett upp nýja senda fyrir GSM kerfi sitt á Selfossi, en bærinn hefur blásið út síðustu ár og ný hverfi orðið til.
Selfoss Vodafone hefur sett upp nýja senda fyrir GSM kerfi sitt á Selfossi, en bærinn hefur blásið út síðustu ár og ný hverfi orðið til. MYND/GVA

Vodafone hefur eflt GSM sambandið fyrir viðskiptavini sína á höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi.

Í tilkynningu Vodafone kemur fram að fyrirtækið hafi bætt við GSM sendum í Súðavogi í Reykjavík, við Geitháls fyrir utan borgina og við Fossveg á Selfossi og það tryggi viðskiptavinum betra samband á þessum svæðum. Mikil áhersla hefur verið lögð á fjölgun GSM senda á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Norðurlandi á þessu ári. Þá hefur Vodafone tekið í notkun búnað sem tryggir sjálfvirkt eftirlit með GSM kerfi fyrirtækisins. Með slíkum búnaði getur fyrirtækið komið í veg fyrir mögulegar bilanir og aukið gæði GSM-kerfisins, segir í tilkynningu Vodafone á Íslandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×