Fótbolti

Ari fór beint í byrjunarliðið

Ari Freyr var í byrjunarliði Häcken í gær.
Ari Freyr var í byrjunarliði Häcken í gær. fréttablaðið/stefán

Valsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði BK Häcken er liðið mætti Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ari gekk til liðs við félagið fyrir aðeins fáeinum vikum síðan og má því segja að hann hafi farið beint í byrjunarlið félagsins.



Ari stóð sig vel í gær en var skipt af velli á 59. mínútu. Häcken vann leikinn, 3-1, og kom Emil Hallfreðsson inn á sem varamaður fyrir Malmö þegar um átján mínútur voru til leiksloka.- esá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×