Lífið

250 milljóna króna bíll í smáauglýsingum

Viktor Urbancic
Býst ekki við því að bíllinn seljist.
Viktor Urbancic Býst ekki við því að bíllinn seljist.

Franski ofurbíllinn Bugatti Veyron var auglýstur til sölu í smáauglýsingum Fréttablaðsins í gær fyrir litlar 250 milljónir. Bílasalinn býst þó ekki við að selja bílinn hér landi.

Við seljum bæði bíla hérlendis og erlendis og við höfum sett þá ofurbíla sem við höfum fengið inná á heimasíðuna okkar eða í smáauglýsingar okkur til gamans. Þeir vekja oft mikla athygli, segir Viktor Urbancic, annar eiganda fyrirtækisins Sparibíll, sem auglýsti bílinn í Fréttablaðinu.

Viktor segir að þótt áhuginn á svona ofurbílum sé mikill sé lítil sala í þeim hér á landi, enda verðið nokkuð hátt. Bugattiinn er langdýrasti bíll sem við höfum haft. Dýrustu bílarnir sem við höfum verið með hingað til hafa kostað í kringum 50 milljónir og sá dýrasti sem við höfum selt var í kringum tólf milljónir, segir Viktor og bæti við að Bugattiinn sé helmingi ódýrari í Bandaríkjunum, þar sem bíllinn er staðsettur. Það er mjög dýrt að flytja bíla inn út af sköttum og tollum.

Bugattiinn sem auglýstur var í smáauglýsingum Fréttablaðsins er tveggja dyra og tveggja manna. Rúm þúsund hestöfl, sjö gíra - með formúluskiptingu án kúplingar. Hámarkshraði bílsins er 407 kílómetrar á klukkustund og hann er einungis 2.5 sekúndur upp í hundrað. Þrátt fyrir milljónirnar 250 er bílinn á sumardekkjum og vetrardekkin fylgja ekki með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×