Innlent

Braut rúðu og rændi flatskjá

Brotist var inn í verslunina Bræðurnir Ormsson í Síðumúla í fyrrinótt og stolið þaðan 260 þúsund króna flatskjá. Að sögn lögreglunnar var gagnstéttarhella notuð til að brjóta rúðu á versluninni og farið inn um gluggann.

Að sögn starfsmanns verslunarinnar eyðilögðust nokkur tæki við grjótkastið. Þá vakti það athygli starfsmanna að mörg mun dýrari tæki voru allt í kringum það sem tekið var en þau voru látin óhreyfð. Auk þess skildi þjófurinn eftir fjarstýringuna að stolna sjónvarpinu og því má segja að ránsfengurinn sé í raun að miklu leyti ónothæfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×