Innlent

Heimsækir Ísland í vikulok

Ann M. Veneman
Ann M. Veneman
Framkvæmdastýra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Ann M. Veneman, kemur til Íslands á föstudaginn.

Fyrir tveimur árum hóf landsnefnd fyrir UNICEF á Íslandi störf og mun Veneman gera framtíðarsamning fyrir hönd UNICEF við landsnefndina. Samningurinn þýðir að landsnefndin muni starfa undir merkjum UNICEF, skuldbinda sig til að fylgja stöðlum samtakanna og afla fjár fyrir verkefni þeirra. Veneman mun skrifa undir samninginn á skrifstofu UNICEF á föstudaginn, en hún mun einnig eiga fund með Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×