Innlent

Tíu vilja starf bæjarstjóra

Ólafsfjörður Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Ólafsfjörður Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

Tíu sóttu um stöðu bæjarstjóra í Fjallabyggð sem varð til við sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

Umsækjendur eru Arinbjörn Kúld stjórnunarfræðingur, Guðmundur Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri, Jón Hrói Finnsson viðskiptaráðgjafi, Jón Ingi Sigvaldason ráðgjafi, Ólafur Jakobsson tæknifræðingur, Róbert T. Árnason ráðgjafi, Róbert Örvar Ferdinandsson kennari, Runólfur Birgisson bæjarstjóri, Þórir Hákonarson skrifstofustjóri og Þórir Kr. Þórisson deildarstjóri.

Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar, gegnir starfi bæjarstjóra þar til ráðið verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×